Deild HRFÍ
Hvolpa snyrting (01-04-2009)
​
Fáðu hvolpinn til þess að liggja á bakinu í kjöltu þinni fyrst um sinn á meðan þú ert að nostra við hann, þetta gerir þá afslappaða. Ekkert er verra en að berjast við hvolpinn á meðan verið er að greiða honum. Eitt af því fyrsta til að auðvelta verkið er að venja hvolpinum á að liggja á hliðinni á meðan það er verið að bursta hann.
Að bursta og greiða flækjur og flóka er miklu minni vinna fyrir þig ef þú kemst undir lappirnar og að maganum án þess að þurfa að slást við hann. Taktu utan um framlappirnar og afturlappir en jafnframt halda við búkinn á honum á meðan þú leggur hann á hliðina. Hann vill það ekki í fyrstu, en vertu þolinmóð og talaðu blíðlega við hann, haltu framhandleggnum yfir brjóstkassann, og ef þess þarf með, haltu höfðinu á honum niðri þangað til hann slakar á.
Hann kemst fljótlega að því að það er gott að láta gæla við sig á þennan hátt. Burstið með góðum bursta sem er ekki með hnúða á pinnunum, þú munt einnig þurfa góða greiðu með gott bil á milli tannana. Gerðu þetta reglulega svo hvolpurinn venjist þessu. Notaðu puttana til að leysa flóka áður en þú burstar í gegn með pinnaburstanum.
Mun auðveldara er að greiða hreinan feld. Baðið vikulega og, ef þú vilt fara með hvolpinn þinn á hundasýningu, ekki bursta hann of mikið á milla baða. Þvoðu skegg og augu daglega og fylgstu með rassinum. Þess á milli fjarlægðu einungis flóka.
Ef þú færð stóra flóka ekki ná í skærin, þú nærð að losa um þá með puttunum ef þú ferð nógu rólega að, toga í með puttunum og greiða svo rólega í gegn. Ef þú vilt sýna hvolpinn passaðu sérstaklega hárin á höfðinu og skeggið, þú vilt halda uppá hvert einasta hár.
Ef hann verður skítugur á rassinum, settu hann undir sturtuhausinn, það tapast of mikið hár við að reyna að greiða það úr. Kíktu undir skottið á hverjum degi og passaðu að þetta svæði sé ávallt hreint.
Tennur: Skoðaðu munn hvolpsins daglega með vísifingri – það er góð byrjun á undan tannburstun.
Skegg: Það þarf að hreinsa það eftir máltíðir annars verða þeir illa lyktandi og sóðalegir. Gott er að nota vatnslaust shampó til að halda þeim hvítum.
Eyru: Skoða á meðan verið er að snyrta, það þarf að plokka þau og best er að byrja á þessu á meðan þú ert að sýsla við hundinn, þá verður minna um mótmæli.
Bað: Baðaðu vikulega með feldsápu og næringu. Notaðu mottu í baðið svo hvolpurinn geti staðið öruggur í fæturnar. Bleytið hann mjög vel og notið sápuna. Ekki nudda feldinn heldur kreista hann varlega. Best er að nota táralaust sjampó sem fæst hjá dýralæknum og betri í gæludýraverslunum. Gott er að nota svamp á andlitið. Skola mjög vel, passa þarf að skola sápuna algjörlega úr. Ef hann er mjög skítugur þarf að sápa hann tvisvar. Nota gott næringarskol ef þess þarf með, það hjálpar til að fyrirbyggja flókamyndun fljótlega eftir bað. Vefjið hundinn í stórt handklæði en ekki nudda,því það myndar flóka. Þrýsta bara þéttingsfast á allan skrokkinn. Blásið síðan og notið pinnaburstan num leið og burstið í þá átt sem hárið vex. Ef feldurinn verður rafmagnaður er gott að nota afrafmögnunarsprey. Ef þú burstar feld sem er rafmagnaður, slitnar hann. Það er mikilvægt að þurrka feldinn vel. Illa þurrkaður hundur getur fengið þæfða flóka sem erfitt er að losa.
Tilv. Shih Tzu News
þýtt af sk